Klámiðnaður=merkjavörur ?

Ég heyrði í Ingibjörgu Sólrúnu í dag tala um ástæður þess að við ættum að  úthýsa klámráðstefnunni. Hún sagði eitthvað á þá leið að þessi bransi fæli í sér mannfyrirlitningu og væri órjúfanlega tengdur mannsali, og þess vegna ættum við að vísa þeim á dyr.

Mikið er ég sammála þessum orðum  hennar en um leið vekja þau mig til umhugsunar um annað.

Í mínum huga hafa merkjavörur  hverskonar verið nátengdar vinnuþrælkun bæði barna og fullorðinna. Vitað er að stórfyrirtæki láta fjöldaframleiða allskyns dót fyrir sig í fátækum löndum  þar sem farið er mjög illa með starfsfólk. Það er látið vinna óheyrilega langa vinnudaga við aðstæður sem eru ekki fólki bjóðandi og borga laun sem duga varla til framfærslu. Þar á ofan eru réttindi eins og veikindafrí eru engin og eins notfæra þeir sér neyð ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum. 

Ættum við ekki að láta þau mál  til okkar taka á þann hátt að kaupa EKKI þær vörur sem grunur leikur á að séu framleiddar með ósiðlegum hætti.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband